Dómararennslið í undan­riðli Ís­lands stendur nú yfir. Hatari var að klára sitt at­riði og er ekki hægt að segja annað en að liðs­menn sveitarinnar hafi verið í bana­stuði.

Eldurinn, sprengingarnar og rödd Matthíasar var upp á 10. Klemens átti heldur í engum vand­ræðum með falsettuna og negldi háu tónana. Dansinn gekk snuðru­laust fyrir sig.

Dómararennslið virkar þannig að at­kvæði dómara gilda 50 prósent á móti at­kvæðum al­mennings. Póst­kortið sem á­horf­endur fá að sjá á morgun frá liðs­mönnum Hatara er afar töff. Matthías og Klemens eru klæddir í hvítt og taka þokka­fullan dans. Ekki var að heyra á fólki hér í blaða­manna­höllinni að póst­kortið þyki mjög í anda Hatara.