Hatari tryggði sér í kvöld sæti í úr­slita­keppninni í Euro­vision. Hatari er þar með fyrsti full­trúi Ís­lands til að komast á­fram í úr­slita­keppnina á laugar­dags­kvöldi síðan Pollapönk gerði það árið 2014.

Á­samt Ís­landi komust Grikk­land, Hvíta-Rúss­land, Serbía, Kýpur, Eist­land, Tékk­land, Ástralía, San Marínó og Slóvenía einnig á­fram en frændur okkar í Finn­landi með Daru­de í farar­broddi sátu eftir með sárt ennið.

Það er ó­hætt að segja að mikil eftir­vænting hafi verið meðal Ís­lendinga en hún náði út fyrir lands­steinanna eins ogFrétta­blaðið hefur greint frá myndaðist ó­trú­leg stemning á að­dá­enda­svæðinu í Tel Aviv þegar Hatari steig á svið.

Þá trylltust Ís­lendingar á sam­fé­lags­miðlinum Twitter yfir frammi­stöðu Hatara og voru ansi margir á­nægðir með fram­lagið þó einn á­kveðinn norskur blaða­maður hafi ekki kunnað að meta lagið.

Út­sendarar Frétta­blaðsins þeir Bene­dikt Bóas Hin­riks­son og Ingólfur Grétars­son eru staddir í Tel Aviv og verður Frétta­blaðið með puttann á púlsinum á næstu dögum og mun fylgjast vel með því sem fram fer þegar Ís­lendingar halda fyrstu „al­vöru“ Euro­vision partýin sín á laugar­dags­kvöldi síðan 2014.

Fréttin hefur verið upp­færð.