Harry Breta­prins vildi snúa aftur til Bret­lands um leið og faðir hans, Karl Breta­prins, tjáði honum sím­leiðis að hann hefði greinst með kóróna­veiruna. Þetta full­yrðir Neil Sean, sér­fræðingur í bresku konungs­fjöl­skyldunni, á vef Fox.

Greint var frá því í gær að prinsinn hefði greinst með veiruna. Tals­menn bresku konungs­fjöl­skyldunnar full­yrtu þó að prinsinn væri við góða heilsu, væri einungis með væg ein­kenni og sinnti störfum sínum nú í ein­angrun á sveita­setri sínu í Skot­landi.

Í um­fjöllun miðilsins kemur fram að Karl hafi tjáð Harry að það væri al­gjör ó­þarfi fyrir hann að yfir­gefa eigin­konu sína, her­toga­ynjuna Meg­han Mark­le og son þeirra Archie, þar sem þau dvelja nú í Vancou­ver í Kanada, vegna sín. Gerði Karl honum það ljóst að það yrði allt í góðu lagi með hann.

Sam­kvæmt heimildar­mönnum miðilsins hafa her­toga­hjónin undan­farna daga dvalið í sjálf­skipaðri sótt­kví á heimili sínu í Vancou­ver. Her­toga­ynjan hefur létt sér stundirnar með löngum mynd­bandsím­tölum við vini sína og vanda­menn um allan heiminn.

Hjónin hafa verið dug­leg að veita fylgj­endum sínum á sam­fé­lags­miðlum leið­beiningar um hvernig hver og einn geti leikið sinn þátt í sigri á út­breiðslu kóróna­veirunnar svo­kölluðu. Þau hafa lagt á það á­herslu á það við fylgj­endur sína að taka vírusnum al­var­lega og fylgja leið­beiningum heil­brigðis­yfir­valda í hví­vetna.

View this post on Instagram

Around the world, the response from people in every walk of life, to protect and look out for their communities has been inspiring. None more so than the brave and dedicated healthcare workers on the frontline, risking their own well-being to care for the sick and fight COVID-19. Wherever you are in the world, we are all incredibly grateful. For all of us, the best way we can support health workers is to make sure we do not make their job any harder by spreading this disease further. No matter where you are, the @WHO have shared some guidelines that can help. You may have seen or heard these before, but they are as important today as ever. Please click our link in bio for more information from @WHO

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on