„Það er erfitt að líta til baka og horfa á þetta,“ segir prins Harry í nýrri stiklu fyrir væntan­lega NEt­flix þætti sem fjalla um hann, sam­band hans við eigin­konu hans Meg­han Mark­le og sam­band þeirra við konungs­fjöl­skylduna.

„Það er stig­veldi í konungs­fjöl­skyldunni. Það eru lekar en sögum er einnig komið fyrir,“ segir Harry og að þetta sé ljótur leikur.

Í stiklunni má sjá klippur úr við­tölum við sér­fræðinga sem segja hatur fólks gagn­vart Mark­le hafa snúist um kyn­þátt hennar en einnig talað um þá stöðu sem þær konur sem giftast inn í fjöl­skylduna eru í.

„Ég gerði mér grein fyrir því að þau ætluðu aldrei að vernda mig,“ segir Mark­le í stiklunni en Harry segir þar að hann hafi óttast að sagan myndi endur­taka sig og vísar þar í and­lát móður sinnar. Þess vegna hafi hann komið sér út.

Stikluna er hægt að horfa á hér að neðan en Þættirnir eru tveir og verða sýndir 8. og 15. desember á Net­flix.