Harry Breta­prins hefur verið marg­saga um eigin mál í gegnum árin, sam­kvæmt greiningu banda­ríska vef­miðilsins Buzz­feed­News á við­tölum þar sem Harry hefur rætt sín per­sónu­legu mál í gegnum árin.

Eins og al­þjóð veit hefur Harry verið opin­skár í gagn­rýni sinni á fjöl­skyldu sína undan­farið ár. Hefur hann mætt í við­töl til Opruh Win­frey, í hlað­varps­þætti og í við­töl í eigin heimildar­þátt þar sem hann hefur farið hörðum orðum um fram­taks­leysi fjöl­skyldunnar og skort á að­stoð vegna eigin geð­heilsu.

Í um­fjöllun Buzz­feed­News er rifjað upp að Harry hafi hins­vegar gerst sekur um að vera mar­saga með orðum sínum um að enginn í fjöl­skyldunni hafi hvatt sig til að leita að­stoðar vegna geð­heilsu sinnar né hvatt hann til að ræða málið opin­ber­lega.

Bent er á að Harry hafi um ára­bil titlað sig sem sendi­herra geð­heil­brigðis­mála. Hann hafi í gegnum árin meðal annars komið að góð­gerðar­starfi og að­stoðað fyrr­verandi her­menn við að leita sér hjálpar. Þá hafi hann einnig hrundið af stað her­ferð á­samt bróður sínum Vil­hjálmi um vitundar­vakningu vegna geð­heil­brigðis­mála.

Í um­fjöllun Buzz­feed­news er bent á röð dæma þar sem Harry ræddi slík mál á vegum konungs­fjöl­skyldunnar. 25. júlí 2016 hafi Harry meðal annars sagt á #Heads­Toget­her við­burði í Kensington höll að hann hefði séð eftir því að hafa ekki rætt um dauða móður sinnar fyrstu 28 ár sín.

Þá er rifjað upp að þann 16. apríl 2017 hafi Harry rætt opin­skátt um geð­heilsu sína í hlað­varps­þættinum Bryony Gor­don's Mad World og sagt frá því að hann hefði leitað sér hjálpar og talað við sál­fræðing. „Það er frá­bært og ég trúi ekki að ég hafi ekki gert þetta fyrr.“

Þetta er á skjön við það hvernig Harry lýsti hlutunum í nýjum þætti af hlað­varps­þættinum Armchair Expert í maí. Þar sagði Harry að hann hefði leitað að­stoðar sál­fræðings í fyrsta skiptið eftir að hafa rætt við Meg­han. Áður sagði hann í við­tali árið 2017 að það hefði verið bróðir hans sem hefði hvatt hann til að leita sér hjálpar.

„Og fyrir mig per­sónu­lega, var bróðir minn, blessi hann, mér ó­trú­legur stuðningur. Hann hélt á­fram að segja „Þetta er ekki í lagi, þetta er ekki eðli­legt, þú verður að tala við ein­hvern um þetta, það er allt í góðu,“ er haft eftir prinsinum í við­talinu. Þá endur­tók Harry það í opin­beru á­varpi þann 21. apríl árið 2017 að það hefði verið bróðir hans, Vil­hjálmur, sem hvatti hann til að takast á við til­finningar sínar vegna dauða Díönu.

Buzz­feed­News hafði sam­band við tals­mann parsins vegna um­fjöllunar sinnar. Kemur fram í frétt miðilsins að tals­maðurinn hafi viður­kennt að bróðir hans hafi hvatt sig til að leita sér að­stoðar vegna geð­heilsu sinnar þegar hann var 28 til 32 ára, árin áður en hann kynntist Meg­han. Tals­maðurinn segir hins­vegar að Harry hafi ekki fengið þá að­stoð sem hann þurfti. Rifrildi við Meg­han hafi orðið til þess að hann hafi loksins leitað sér þeirrar að­stoðar sem hann þurfti á að halda.