Væntan­leg sjálfs­ævi­saga Harry Breta­prins er lík­leg til þess að verða þess valdandi að hann verði út í kuldanum hjá Elísa­betu Bret­lands­drottningu á valda­af­mæli hennar á næsta ári. Þetta full­yrðir breska götu­blaðið The Sun.

Eins og fram hefur komið er titringur í fjöl­skyldunni. Harry ætlar að gefa út ævi­söguna á næsta ári og þar segist hann ætla að segja hispurs­laust frá öllu sem því á daga hans hefur drifið undan­farin ár.

Elísa­bet Bret­lands­drottning fagnar 70 ára af­mæli valda­tíðar sinnar á næsta ári. Sér­fræðingar í bresku konungs­fjöl­skyldunni eru gáttaðir á á­kvörðun Harry um að gefa út slíka bók á slíku há­tíðar­ári. Þeir segja að mjög lík­lega verði honum meinað að sækja af­mælis­veislu vegna þessa.

Í frétt The Sun kemur fram að Harry muni segja frá fleiri hlutum líkt og þeim sem fram komu í við­tali þeirra hjóna við Opruh Win­frey á þessu ári. Þar sögðu þau Meg­han frá því að einn fjöl­skyldu­með­limur hefði gert mikið úr húð­lit ó­fædds sonar þeirra Archie.

Tals­maður prinsins hafnar því hins­vegar að Harry þurfi sér­stakt leyfi frá Bucking­ham höll fyrir verk­efnum sínum. Rit­höfundurinn J.R Moehringer mun skrifa ævi­söguna með Harry. Þar segist Harry ætla að ræða líf sitt í konungs­fjöl­skyldunni, sam­bandið við Meg­han, Megxit og föður­hlut­verkið.