Breska sjón­varps­konan Vanessa Feltz segist ekki hafa neina trú á því að Harry Breta­prins verði and­styggi­legur við fjöl­skyldu­með­limi sína í væntan­legri ævi­sögu sinni. Feltz ræddi málin í beinni út­sendingu í við­tali sem horfa má á neðst í fréttinni.

Eins og fram hefur komið er mikil spenna í konungs­fjöl­skyldunni fyrir bókinni. Hafa bresk götu­blöð keppst við að flytja fregnir af því að Harry muni opna sig upp á gátt í bókinni og segja frá öllu saman; meintum erjum sínum við bróður sinn og föður.

Vanessa segir að lík­lega hafi Harry á­kveðið að þiggja peninginn fyrir verk­efnið en rit­höfundar bókarinnar muni ekki fá það sem þeir borguðu fyrir. Líkti hún þessu við það þegar stór­stjörnum er boðið í sjón­varps­þætti til þess að opna sig en enda svo á að gera það alls ekki.

„Þau bara gera það ekki. Þau mæta, eru mjög al­menni­leg, borða matinn sinn og sitja svo bara þarna og fara heim. Þau segja ekki það sem fyrir­tækið sem bókaði þau vonaðist til þess að þau myndu segja,“ segir Vanessa.

„Ég held að bókin verði mjög hrein­skilin um per­sónu­legar til­finningar Harry um það þegar hann missti móður sína og um veru hans í hernum. En hann mun ekki segja þessa and­styggi­legu hluti sem allir vonast eftir því að hann segi,“ segir Vanessa.

Hún segist vona að hann verði al­menni­legur við fjöl­skylduna sína. „Ég held þessi bók muni klár­lega rok­seljast - en hann mun ekki færa fólki nein and­styggi­leg­heit og ef það var þannig þá mun hann taka þau út held ég. Ég held það raun­veru­lega.“