Söngvarinn Harry Styles hefur löngum verið þekktur fyrir glæsilegan fatastíl og vakti hann talsverða fyrri fataval sitt á verðlaunahátíðinni BritAwards. Harry klæddist gulum jakkafötum og fjólublárri slaufu frá hönnuðinum Marc Jacobs.

Það vakti sérstaka lukku að um var að ræða sömu jakkaföt og Lady Gaga klæddist þegar hún prýddi forsíðu Elle magazine í lok síðasta árs.

View this post on Instagram

She has an Oscar and multiple Grammys, now @ladygaga adds beauty entrepreneur and mental health champion to her résumé. For our December cover, Gaga sat down with @oprah to discuss her exponential career path. “I really view my career as a rebellion against all the things in the world that I see to be unkind. Kindness heals the world. Kindness heals people. It’s what brings us together—it’s what keeps us healthy.” Link in bio to read the full interview. ⁣ ⁣ ELLE December 2019:⁣ Editor-in-chief: @ninagarcia⁣ Creative director: #StephenGan⁣ Cover star: @ladygaga⁣ Photographer: @solvesundsbostudio #SolveSundsbo⁣ Stylist: @tomeerebout @sandraamador.xx⁣ Hair: @fredericaspiras⁣ Makeup: @sarahtannomakeup @hauslabs⁣ Nails: @mihonails⁣ Production: @joyasburyproductions

A post shared by ELLE Magazine (@elleusa) on

Allur pakkinn

Fatahönnuðurinn Jacobs hrósaði Styles óspart fyrir gott tískuvit og birti mynd af honum á samfélagsmiðlum sínum. „Maður að mínu skapi. Hvað meira gæti maður viljað?“ segir Jacobs á Instagram síðu sinni og bendir á að þar sé á ferðinni myndarlegur, hæfileikaríkur maður með frábæran stíl.

Fötin sem Harry klæðist eru úr kvenfatalínu Jacobs og segist hönnuðurinn elska hvernig söngvarinn tjáir sig með klæðaburði sínum.

Ljóst er að bæði Harry Styles og Lady Gaga eru með á hreinu hvernig fanga á athygli viðstaddra og óhætt að segja að bæði hafi þau verið glæsileg í jakkafötunum.