Popp­stjarnan og leikarinn Harry Sty­les á nú í samninga­við­ræðum við Dis­n­ey um að leika hlut­verk prinsins Eriks í væntan­legri endur­gerð af teikni­myndinni Litlu haf­meyjunni frá 1989 sem nú er í bí­gerð, að því er greint er frá á vef Varie­ty.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur hin ní­tján ára gamla Hall­ey Bail­ey verið ráðin í hlut­verk haf­meyjunnar Ariel, sem dreymir um að verða mennsk. Hafmeyjan verður ástfangin af prinsinum Erik og verður myndin verður í líkingu við áður út­gefnar endur­gerðir Dis­n­ey líkt og Fríða og Dýrið, Aladdin og Konung Ljónanna.

Leik­listar­ferill Sty­les er ekki langur en popp­stjarnan lék í sínu fyrsta stóra hlut­verki í kvik­mynd Christoper Nolan, Dun­kirk, árið 2017. Á vef Varie­ty kemur jafn­framt fram að í­hugað hafi verið að ráða hann í hlut­verk Elvis í væntan­legri kvik­mynd kvik­mynda­versins Warner Brot­hers um söng­varann. Austin Butler var að endingu ráðinn í hlut­verkið.

Endur­gerðinni af Litlu Haf­meyjunni verður leik­stýrt af Rob Mars­hall en hann sá meðal annars um ráðningu Hall­ey Bail­ey í aðal­hlut­verkið. Upp­runa­lega teikni­myndin er gjarnan talin vera meðal fyrstu myndarinnar í bylgju meistara­verka frá kvik­mynda­verinu sem gjarnan eru tengd við tíunda ára­tuginn, að því er segir á vef Varie­ty.

Opin­ber út­gáfu­dagur hefur enn ekki verið gefinn upp en Melissa Mc­Cart­hy hefur verið orðuð við hlut­verk hinnar vondu Úr­súlu.