Harry prins tjáir sig í fyrsta skipti opin­ber­lega um sam­band sitt við bróðir sinn, Willi­am, her­togann af Cam­brid­ge. Bresk götu­blöð hafa á síðustu mánuðum í­trekað gert sér mat úr meintum deilum milli her­toga­hjónanna Willi­am og Kate Midd­let­on og Harry og Meg­han Mark­le. Upp­lýsingar um meintar erjur hafa þó, til þessa, á­valt komið frá nafn­lausum heimildar­mönnum.

Eiga góða og slæma daga


„Meiri­hlutinn af því sem er sagt er búið til úr engu,“ sagði Harry, í nýrri heimildar­mynd ITV, en bætti við að bræðurnir ættu sína góðu og slæmu daga. Harry segir hluti ó­hjá­kvæmi­lega hafa komið upp á milli hans og Willi­ams, „en við erum bræður og munum alltaf vera bræður.“

Hann bendir á að þrátt fyrir að Willi­am hafi kosið aðra veg­ferð en hann sjálfur standi það ekki í vegi fyrir þeirra sam­bandi. „Við erum vissu­lega á ó­líkri braut sem stendur, en ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann, alveg eins og ég veit að hann mun vera til staðar fyrir mig.“

Hin fjögur fræknu; William prins, Kate Middleton, Meghan Markle og Harry prins
Fréttablaðið/Getty

Rót­tækir flutningar


Innan við ár er liðið síðan Harry og Meg­han tóku þá á­kvörðun að segja skilið við hefðirnar og flytja úr íbúð sinni við Kensington höllina, þar sem Willi­am og Kate búa. Flutningarnir ýttu undir þær kenningar að Meg­han og Harry vildu forðast Willi­am og Kate.

Götu­blöð Bret­lands hafa síðan keppst við að fjalla um meintar erjur milli paranna tveggja og þá sér­stak­lega milli Kate og Meg­han. Fjöl­skyldurnar hafa hins vegar verið dug­legar að láta sjá sig opin­ber­lega saman til að kveða niður orð­rómana.

Harry, Meghan og Archie á ferð sinni um Suður Afríku.
Fréttablaðið/Getty

Of­sóknir götu­blaða


Heimildar­mynd ITV, Harry & Meg­han: An Af­ri­can Jour­n­ey, fjallar ekki að­eins um sam­band Harrys við bróðir sinn en í myndinni er fylgst með ný­legri heim­sókn Harry, Meg­han og fjögurra mánaða syni þeirra Archie, um Suður Afríku. Í myndinni ræðir Harry einnig um of­sóknir breskra götu­blaða gegn eigin­konu hans Meg­han og Meg­han ræðir um þrýstingin sem fylgir því að vera stöðugt fylgt eftir.

Harry Bretaprins hefur sagt að ljósmyndasnápar gangi jafn hart fram gagnvart eiginkonu sinni og móður sinni, Díönu prinsessu heitinni. Hjónin hafa nú höfðað mál gegn eigendum götublaðanna Sun, News of the World og Daily Mirror. Harry segist hafa verið þögult vitni þjáningar Meghan of lengi og að hann ætli ekki lengur að standa hjá.