Harry Breta­prins reyndi að fá leik­stjóra Lion King til þess að ráða hana í hlut­verk í myndum sínum. Þetta kemur fram í mynd­bandi sem Daily Mail birti á vef­síðu sinni í dag en það var tekið við frumsýningu nýju Lion King myndarinnar.

„Ef ykkur vantar ein­hvern í tal­setningar,“ heyrist Harry segja við John Favreau, leik­stjóra Lion King, áður en Meg­han grípur inn í og segir að þetta sé eina á­stæðan fyrir komu þeirra á frum­sýninguna; til að fá hlut­verk.

Harry sagði að Meg­han gæti tekið að sér hvaða hlut­verk sem er, fyrir utan Skara, vonda frændann í Lion King.

Net­flix hefur á­huga

Mynd­bandið kemur í kjöl­farið á því að yfir­maður hjá Net­flix sagðist á laugar­dag hafa mikinn á­huga á því að vinna með Harry og Meg­han.

Daily Mail segir í fréttinni að mynd­bandið veki upp spurningar um hve­nær hjónin haf raun­veru­lega tekið á­kvörðun um að stíga til hliðar í konungs­fjöl­skyldunni og af­sala sér stöðum sínum.

Greint var frá því í gær að skötu­hjúin hefðu misst titla sína og muni ekki sinna neinum störfum fyrir bresku konungs­fjöl­skylduna. Í til­kynningu frá konungs­fjöl­skyldunni í gær sagði Elísa­bet drottning að þrátt fyrir að þau hefðu ekki lengur form­lega stöðu innan fjöl­skyldunnar þá yrðu þau alltaf hluti af henni.