Ör­lygur Hnefill Ör­lygs­­son, hótel­­stjóri á Húsa­­vík, birti í dag mynd á Face­­book af Harry Potter-stjörnunum James Phelps, Oli­ver Phelps og Bonni­e Wrig­ht sem fóru með hlut­­verk Fred, Geor­­ge og Ginny Weasl­ey í hinni geysi­vin­­sælu kvik­­mynda­­seríu er þau sóttu heim barinn Ja Ja Ding Dong á Húsa­­vík.

Leikararnir þrír virtust al­sælir með heim­sóknina enda skæl­brosandi á myndinni þar sem þau stilla sér upp með Jóhönnu Ás­dís Baldurs­dóttur eiginkonu Örlygs og Ör­lygi.

Frá vinstri: Bonnie, James, Jóhanna, Ör­lygur og Oli­ver.

Ör­lygur var for­vígis­maður Óskars­her­ferðar sem ráðist var í á Húsa­vík svo lagið Húsa­vík- My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga með Will Ferrell og Rachel M­cA­dams í aðal­hlut­verkum yrði til­nefnt til Óskars­verð­launa fyrir besta frum­samda lagið.

Það hafðist og þá hófst her­ferð með það að marki að lagið bæri sigur úr býtum, sem tókst ekki og laut það í lægra haldi fyrir laginu Fig­ht for You úr kvik­myndinni Judas and the Black Messiah.