Prinsarnir Harry og Willi­am hafa krafist þess að fá að flytja ræðu í sitt hvoru lagi við af­hjúpun styttu af móður þeirra, Díönu prinsessu. Krafan þykir benda til þess að bræðurnir hafi enn ekki bundið enda á 18 mánaða ó­sætti sitt.

Styttan verður af­hjúpuð í júlí á þessu ári í til­efni þess að Díana hefði orðið sex­tug. Búist var við því að bræðurnir myndu halda tölu saman og grafa stríðsaxirnar við þetta til­efni en það virðist ekki ætla að ganga eftir.

„Bræðurnir verða tækni­lega á sama stað við at­höfnina en þeir vilja á­varpa gesti á sinn eigin hátt,“ sagði heimildar­maður götu­blaðsins The Sun. „Maður hefði haldið að þeir myndu sættast við sam­eigin­lega yfir­lýsingu en þeir hafa hver um sig krafist þess að út­búa sína eigin ræðu.“

Bræðurnir virðast ekki hafa verið á sömu blað­síðu síðan Harry og eigin­kona hans Meg­han Mark­le yfir­gáfu konungs­fjöl­skylduna. Þá gerði al­ræmt við­tal Harry og Meg­han við Opruh Win­frey lítið annað en að hella olíu á eldinn.

Díana prinsessa og prinsarnir tveir.