Her­toginn og her­toga­ynjan af Sus­sex bjóðast til þess að borga hluta öryggis­gæslu sinnar, að því gefnu að þau verði fjár­hags­lega sjálf­bær, en slíkt rekstrar­módel byggir á því sem Tony Blair, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Bret­lands hefur nýtt sér. Þetta kemur fram í um­fjöllun breska miðilsins The Telegraph.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur verið vafa­at­riði hver mun koma til með að greiða fyrir öryggis­gæslu hjónanna, nú þegar þau eru flutt til Kanada. Ljóst er að þau þurfa að skera á tengslin við konungs­fjöl­skylduna og endur­greiða henni dá­góða summu. Talið er að vernd þeirra muni kosta að minnsta kosti 1,5 pund á sólar­hring eða því sem nemur rúmum 250 milljónum ís­lenskra króna.

Breski miðillinn hefur eftir heimildar­manni sínum innan konungs­fjöl­skyldunnar að parið líti nú til sama rekstrar­módels og Tony Blair, sem þekktur er fyrir að ferðast vítt og breitt um heiminn að halda fyrir­lestra, nýtir sér til að tryggja öryggis­gæslu sína.

„Tony Blair endur­greiðir að minnsta kosti hluta af öryggis­gæslu­kostnaði á ferða­lögum sínum,“ segir heimildar­maðurinn. „Það er svipuð til­högun í bí­gerð núna. Harry og Meg­han ætla sér að gera það sama á einka­ferða­lögum.“

Í frétt miðilsins er tekið fram að geta þeirra til að greiða þann hluta velti á því að þau verði fjár­hags­lega sjálf­bær. Þau ætla sér meðal annars að ræða við hin ýmis fram­leiðslu­fyrir­tæki en her­toga­ynjan er vel þekkt leik­kona. Net­flix hefur nú þegar lýst yfir á­huga á sam­starfi með hjónunum.

Er full­yrt að þau hafi mikinn á­huga á að vinna að ýmsum heimildar­myndum um hugðar­efni sín líkt og náttúru-og dýra­lífs­vernd, um­hverfis­mál og vald­eflingu kvenna.

Í frétt Telegraph segir að málið sé þó lík­legast langt því frá að vera út­rætt. Það er að segja hver greiðir fyrir öryggis­gæslu þeirra en nú þegar annast sex breskir lög­reglu­menn öryggis­gæslu þeirra í Vancou­ver. Segir miðillinn að kanadíska lög­reglan muni brátt taka að sér gæsluna.