Breski öku­kennarinn Kevin Keil­ey var sviptur not­enda­nafninu sínu á Insta­gram og var not­enda­nafnið gefið Harry Breta­prins og Meg­han Mark­le sem stofnuðu á dögunum nýjan Insta­gram að­gang. Hann segist upp með sér vegna málsins en einnig pirraður, að því er fram kemur á vef BBC.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í gær stofnuðu her­toga­hjónin að­ganginn í fyrra­dag en þau hafa nú fengið sitt eigið starfs­fólk sem er óháð starfs­fólki her­toga­hjónanna af Cam­brid­ge í Kensington höll, það er Willi­am Breta­prins og Kate Midd­let­on en pörin nýttu sér áður sama starfs­fólkið. Meg­han og Harry slógu met í fylgjendafjölda á fyrsta sólar­hringnum og eru nú með 3,5 milljónir fylgjenda.

Kevin hafði notað not­enda­nafnið @sus­sex­royal í rúm þrjú ár en hann er stuðnings­maður enska fót­bolta­liðsins Rea­ding og er gælu­nafn þeirra „the Royals“ eða „hinir eðal­bornu“ og býr Kevin jafn­framt í vestur Sus­sex.

Kevin segist fyrst hafa áttað sig á því að hann hafi verið sviptur not­enda­nafninu þegar hann fékk skila­boð. „Ég fékk hnyttin skila­boð frá syni mínum sem sagði „Ha ha, ég sé að not­enda­nafnið þitt er horfið,“ segir Kevin sem spurði hann hvað í ó­sköpunum hann meinti. Sonurinn sagði honum þá að kíkja á Insta­gram.

„Allt í einu var not­enda­nafnið mitt ekki lengur @sus­sex­royal heldur orðið @_sus­sex­royal_. Það hafði bara verið tekið,“ segir Kevin sem viður­kennir að hann hafi ekki haft það marga fylgj­endur og ekki birt margar færslur, en hann segist þó nota miðilinn til að bregðast við færslum og fylgjast með.

Enginn í konungs­fjöl­skyldunni hafði sam­band við Kevin áður en notendanafnið var tekið, en í til­kynningu frá Insta­gram segir að not­enda­nafninu hafi verið breytt í sam­ræmi við reglur miðilsins sem segir að miðillinn á­skili sér rétt til að breyta að­göngum sem hafa verið ó­virkir í á­kveðinn tíma.

Kevin segist í sam­tali við breska ríkis­út­varpið vera ei­lítið pirraður að miðillinn hafi ekki haft sam­band við sig en hann heldur þó nafninu á Twitter, þar sem not­enda­fjöldi hans hefur rokið upp eftir að Meg­han og Harry stálu Insta­gram not­enda­nafninu hans.

„Harry og Meg­han, ef þið viljið Twitter not­enda­nafnið mitt, þá kannski getið þið verið nógu heiðar­leg til að tala við mig?“ segir Kevin við BBC, að­spurður hvað hann myndi segja við her­toga­hjónin ef hann hefði tæki­færi til að tala við þau.

View this post on Instagram

After serving in the @BritishArmy for ten years, The Duke of Sussex has committed himself to promoting the welfare of members of the Armed Forces and veterans. The Duke knows the lasting effects military service can have, as soldiers recover from PTS after battle or struggle to get back into the normalities of civilian life. Through his work with servicemen and women, The Duke has also seen how families benefit from extra support when their loved ones are away and adjusting to life back home. He met many soldiers and their families at the Lord Mayor’s Big Curry Lunch in London today. This is an annual event which raises money for @soldierscharity to support those who served in Iraq and Afghanistan. The Duke’s work with wounded servicemen and women has included creating @weareinvictusgames, volunteering with the Army's Personnel Recovery Unit in London, trekking with wounded servicemen and women to the South Pole and in the Arctic and supporting a number of adventure challenges through his Endeavour Fund. The Duchess of Sussex was unfortunately unable to attend today, but has joined her husband in supporting the troops at the Invictus Games, Endeavour Fund and with the TILS Fund, as an extension of her previous work in this space. By participating in events like today’s, The Duke hopes that servicemen and women are recognised for their unique skill set and abilities, and that we all work together to ensure that they and their families have the support they need and deserve during and after service.

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on