Her­toga­hjónin af Cam­brid­ge, þau Harry og Meg­han, munu skilja góð­gerðar­starf­semi sína að frá starf­semi Willi­am og Kate, her­toga­hjónanna af Cam­brid­ge en frá þessu er greint á vef BBC. Þar kemur fram að þau ætli sér að stofna sinn eigin góð­gerðar­sjóð, sem verði óháður góðgerðasjóði hinna hjónanna.

Pörin munu hins­vegar halda á­fram að vinna saman að ýmsum mál­efnum, svo sem eins og í geð­heil­brigðis­málum en Harry og Meg­han vonast hins­vegar til að þeirra eigin sjóður verði kominn á lag­girnar fyrir lok þessa árs.

Í til­kynningu frá for­svars­mönnum sjóðsins, sem mun eftir breytinguna bera heitið „Hin konung­legu góð­gerðar­sam­tök her­toga­hjónanna af Cam­brid­ge,“ segir að á­kvörðunin hafi verið tekin eftir að farið var yfir rekstur sam­takanna.

„Breytingarnar miða að því að koma á sem bestu fram­færi vinnu og á­byrgð þeirra há­tigna á meðan þau undir­búa sig fyrir fram­tíðar­hlut­verk sín og til þess að það falli betur að starf­semi starfs­liðs þeirra,“ segir meðal annars í til­kynningunni.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hafa Harry og Meg­han undan­farna mánuði meðal annars fengið sitt eigið starfs­fólk, sem þó var valið með að­stoð annarra fjöl­skyldu­með­lima og þá fengu her­toga­hjónin svo loksins sinn eigin Insta­gram reikning í apríl síðast­liðnum.

Eins og fram hefur komið höfðu Meg­han og Harry farið fram á það að þau fengu sjálf að velja sitt eigið starfs­fólk innan sinna vé­banda en Elísa­bet drottning og Karl prins höfnuðu hins­vegar beiðninni og fóru fram á að starfs­fólkið yrði valið í sam­ráði við þau og bresku konungs­fjöl­skylduna.

Er­lend slúður­blöð hafa verið dug­leg á tíma­bilum að gera sér mat úr meintu ó­sætti á milli þeirra Meg­han og Kate. Hefur því meðal annars verið haldið fram að Meg­han hafi grætt Kate þegar kom að undir­búningi vegna brúð­kaups hennar og Harry. Breska konungs­fjöl­skyldan hefur hins­vegar aldrei tjáð sig um þessar meintu erjur og í raun lagt sitt af mörkum til að kveða orð­rómana niður.