Upp­færsla á heima­síðu bresku krúnunnar eftir frá­fall Elísa­betar Bret­lands­drottningar hefur vakið at­hygli hjá sumum. Það sem vekur einna mesta at­hygli er að nú þarf að skrolla alla leið niður heima­síðuna til að finna upp­lýsingar um her­toga­hjónin Harry og Meg­han.

Harry og Meg­han hafa verið um­deild síðustu misseri en eins og kunnugt er á­kváðu þau að segja sig frá konung­legum skyldum sínum í árs­byrjun 2020.

Daily Mail segir frá því að áður en heima­síðan var upp­færð hafi Harry og Meg­han verið fyrir miðri síðu, rétt fyrir neðan Elísa­betu og Karl og á svipuðum slóðum og Vil­hjálmur og Katrín. Nú eru Harry og Meg­han nánast neðst og er að­eins hinn mjög svo um­deildi Andrew prins fyrir neðan þau á síðunni.

Þetta eru ekki einu breytingarnar sem hafa verið gerðar því búið er að fjar­lægja Michael prins af Kent, frænda Elísa­betar, og eigin­konu hans, Mari­e-Christine, af síðunni þar sem þau sinna ekki lengur konung­legum skyldum fyrir fjöl­skylduna.