Harry og Meg­han eru reið konungs­fjöl­skyldunni vegna á­kvörðunarinnar um að meina þeim að nota vöru­merkið „Sus­sex Royal“ ef marka má frétt breska blaðsins Guar­dian. Breska konungs­fjöl­skyldan ekki sögð eiga neinn rétt á orðinu „Royal“ utan breskra land­steina.

Líkt og Frétta­blaðið hefur drottningin gert hjónunum það ljóst að þau geti ekki notað vöru­merkið, þar eð orðið „Royal“ er talið tengjast konungs­fjöl­skyldunni um of.

Mikinn styr hefur staðið um á­­kvörðun hjónanna. Erfiðast hefur reynst að á­kvarða hvernig fjár­­magna eigi lífs­­stíl hjónanna að við­skilnaði loknum. Er þar meðal annars öryggis­­gæsla utan um hjónin sem er fyrir­­­ferðar­­mest.

Guar­dian vitnar í færslur af heima­síðu parsins. Þar segir að bannið sem hafi verið lagt við notkun vöru­merkisins sé al­farið of víð. Konungs­fjöl­skyldan eigi ekki rétt á að meina notkun þess utan breskra land­steina. Parið notar meðal annars vöru­merkið á Insta­gram að­gangnum sínum.

„Konungsveldið og ríkisstjórnin hafa enga lögsögu í notkun orðsins „royal“ erlendis,“ segir beinum orðum á heimasíðu hjónanna.

Parið mun segja skilið við konung­fjöl­skylduna að fullu þann 31. mars næst­komandi. Guar­dian hefur eftir tals­manni þeirra að það standi enn til og að ekki verði notast við vöru­merkið Sus­sex Royal eftir þann tíma­punkt.
„Her­toginn og her­toga­ynjan af Sus­sex ætla ekki að nota „Sus­sex­Royal í nokkurri mynd á neinu land­svæði eftir vorið 2020.“