Harry Breta­prins og Meg­han Mark­le hafa endan­lega stað­fest að þau muni ekki snúa aftur til bresku konungs­fjöl­skyldunnar en rúmt ár er síðan þau til­kynntu að þau kæmu til með að segja sig frá opin­berum skyldum innan konungs­fjöl­skyldunnar.

Þau stigu form­lega til hliðar síðast­liðinn mars og stóð þá til að á­kvörðunin yrði endur­skoðuð eftir eitt ár. Í til­kynningu frá Bucking­ham-höll fyrr í dag stað­festi Elísa­bet Breta­drottning að Harry og Meg­han myndu ekki taka við konung­legum skyldum sínum á ný.

„Drottningin hefur stað­fest að með því að segja skilið við konungs­fjöl­skylduna er það ó­mögu­legt að halda á­fram þeim skyldum og á­byrgðar­hlut­verkum sem koma með lífi í al­manna­þjónustu,“ segir í til­kynningu hallarinnar.

Þar kom einnig fram að fjöl­skyldan væri sorg­mædd vegna á­kvörðunar Harry og Meg­han, en að þau væru þó á­valt hluti af fjöl­skyldunni og að þau væru elskuð alveg sama hvað.

Harry og Meg­han eru nú bú­sett í Kali­forníu-ríki Banda­ríkjanna á­samt syni þeirra, Archie, en þau til­kynntu á dögunum að þau ættu von á öðru barni.

Frá því að þau sögðu sig frá konungs­fjöl­skyldunni hefur ýmis­legt á daga þeirra drifið en á­ætlað er að þau muni ræða við spjall­þátta­drottninguna Oprah Win­frey í næsta mánuði um lífið eftir konungs­fjöl­skylduna.