Her­toga­hjónin af Sus­sex, þau Harry og Meg­han, kveðja fylgj­endur sína á Insta­gram í síðustu færslunni sem þau birta á miðlinum áður en þau segja skilið við bresku konungs­fjöl­skylduna.

Parið mun kveðja opin­ber störf sín fyrir fjöl­skylduna á morgun. Í færslunni þakka þau fylgj­endum sínum fyrir stuðninginn og fyrir bar­áttuna fyrir bættum heimi.

Þá hvetja þau að­dá­endur sína til dáða í þeim heims­far­aldri sem nú gengur yfir og segjast hlakka til að tengjast þeim að nýju von bráðar. Lokað er fyrir at­huga­semdir en ó­hætt er að segja að fylgj­endur þeirra hafi brugðist vel við, enda færslan komin með þúsundir við­bragða nú þegar.

„Eins og við finnum öll, virkar heimurinn ein­stak­lega brot­hættur nú um mundir. Þrátt fyrir það erum við þess full­viss um að hver manneskja eigi mögu­leikann og tæk­fifærið á því að skipta máli - eins og við sjáum núna þvert á hnöttinn, í fjöl­skyldum okkar, sam­fé­lögum og hjá þeim í fram­línunni - saman getum við lyft hvort öðru upp,“ segir meðal annars í færslunni.

„Það sem skiptir mestu máli núna er heilsa og vel­ferð allra í heiminum og að finna lausnir á þeim mörgu vanda­málum sem birst hafa vegna heims­far­aldursins,“ segir enn­fremur.

„Á meðan við finnum öll hlut­verk okkar á þessum tímum, ein­beitum við okkur að nýjum kafla til að skilja hvernig við getum sem mest lagt okkar af mörkum. Þó þið sjáið okkur ekki hér, mun starfið halda á­fram.“

View this post on Instagram

As we can all feel, the world at this moment seems extraordinarily fragile. Yet we are confident that every human being has the potential and opportunity to make a difference—as seen now across the globe, in our families, our communities and those on the front line—together we can lift each other up to realise the fullness of that promise. What’s most important right now is the health and wellbeing of everyone across the globe and finding solutions for the many issues that have presented themselves as a result of this pandemic. As we all find the part we are to play in this global shift and changing of habits, we are focusing this new chapter to understand how we can best contribute. While you may not see us here, the work continues. Thank you to this community - for the support, the inspiration and the shared commitment to the good in the world. We look forward to reconnecting with you soon. You’ve been great! Until then, please take good care of yourselves, and of one another. Harry and Meghan

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on