Harry Bretaprins og Meghan her­togaynja höfða mál gegn ljósmyndara sem þau saka um að hafa tekið myndir af Archie, fjórtán mánaða gömlum syni þeirra án leyfis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmanni hjónanna.

Hjón­in segja að ljós­mynd­ar­ar hafi noti bæði dróna og þyrl­ur til þess að sveima yfir heim­ili þeirra í þeirri von að ná af þeim mynd­um. Þeir hafi jafn­vel klippt göt á ör­ygg­is­girðingu í kring­um húsið til þess að ná mynd­um af fjöl­skyld­unni. CNN greinir frá.

Málið er höfðað í Kaliforníu þar sem fjölskyldan er búsett.

„Sérhver einstaklingur í Kaliforníu er tryggður með lögum og á rétt til friðhelgi einkalífs á heimili sínu. Drón­ar, þyrl­ur eða aðdrátt­ar­lins­ur geta ekki tekið þenn­an rétt af fólki" segir Michael Kump lögmaður hjónanna.

Hjónin komst nýverið að því að ljósmyndir hafi átt viðskipti með myndir af syni þeirra. Í máls­skjöl­un­um kemur fram að myndirnar hafi átti að vera teknar við opinbera athöfn í Malibu. Hjónin vilja meina að það sé ekki rétt þar sem að Archie var ekki á almannafæri þegar myndirnar voru teknar. Myndirnar voru teknar án þeirra vitundar í bakgarðinum þar sem þau búa.

Sussex-hjónin höfða málið til að verja rétt son­ar síns til einka­lífs og til að koma í veg fyrir að hægt sé að hagnst á slíkum ljósmyndum með ólögmætum hætti.

Harry og Meghan hafa átt í stríði við götublöð í Bretlandi og fluttu meðal annars til Bandaríkjana til í þeirri von að losna und­an ágangi fjöl­miðla.