Her­toga­hjónin Harry og Meg­han hafa sam­þykkt að vera í aðal­hlut­verki í raun­veru­leika­þáttum sem munu fylgja þeim eftir í dag­lega lífi þeirra í þrjá mánuði. Þetta full­yrðir breska götu­blaðið DailyMa­ilog vísar til ó­nafn­greindra heimildar­manna.

Sam­kvæmt miðlinum munu þættirnir verða fram­leiddir af Net­flix en líkt og fram hefur komið gerðu hjónin á dögunum marg milljarða króna samning við streymis­veituna. Kvað sá samningur um gerð alls­kyns efnis með hjónunum og virðist raun­veru­leika­þátta­serían ætla að verða sú fyrsta.

Hjónin eru sögð vonast eftir því að geta með þessum hætti gefið al­menningi ein­staka inn­sýn inn í eigið líf og þá sér­stak­lega séð hve mikið púður fer í góð­gerðar­störf af þeirra hálfu.

Ó­nafn­greindur heimildar­maður segir við miðilinn að hjónin hafi helst viljað gera heimildar­þætti og kvik­myndir um um­hverfis­mál og fá­tækt. Net­flix risinn hafi þó farið fram á að fá eitt­hvað meira fyrir sinn snúð, það er; um­rædda seríu.

„En þetta verður allt saman mjög smekk­legt,“ segir heimildar­maðurinn. „En þetta verður samt ó­trú­lega spennandi og Meg­han vonast til þess að á­horf­endur geti fengið að sjá raun­veru­lega hana.“

Net­flix streymis­veitan hefur ekki gefið neitt upp um við­komandi seríu. Í svörum til blaðsins tekur hún fram að hjónin vinni að ara­grúa af efni fyrir streymis­veituna. Sam­kvæmt heimildum breska blaðsins er ó­víst hvort að heimili þeirra hjóna muni koma fram í þáttunum.