Her­toga­hjónin Harry og Meg­han eru nú sögð leita að nýju hús­næði í Kali­forníu fyrir fjöl­skylduna. Hjónin og börn þeirra tvö, Archie og Lili­bet, eru í dag bú­sett í Mon­tecito en hafa leitað að hús­næði í Hope Ranch sem er skammt frá.

Net­miðillinn Santa Barbara News-Press fjallaði um þetta á föstu­dag og sagði að hjónin væru í leit að hús­næði sem hentar fjöl­skyldunni betur.

Hope Ranch er af­girt sam­fé­lag með fjöl­mörgum glæsi­húsum og er tón­listar­maðurinn Snoop Dogg einn þeirra sem á hús í hverfinu, en auk þess eiga minna þekktir milljarða­mæringar heima þar.

Hús í þessu hverfi kosta frá nokkur hundruð milljónum króna og allt upp í rúma tvo milljarða.