Her­toga­hjónin Harry og Meg­han heim­sóttu Elísa­bet drottningu ný­verið, en það hafa liðið tvö ár síðan her­toga­hjónin hittu drottninguna síðast.

Kemur þetta fram á vef Sky News.

Harry og Meg­han eru í evrópu til að vera við­stödd Invictus leikana, sem er í­þrótta­há­tíð þar sem særðir, slasaðir og veikir fyrr­verandi her­menn keppa í ýmsum í­þróttum. Harry stofnaði Invictus leikana árið 2014.

Há­tíðin er haldin í Hollandi og er haldin dagana 16. til 22. apríl.

Þau hittu einnig Karl prins, föður Harry en ekki er vitað hvernig heim­sóknin fór eða hvað fór þeirra á milli.

Harry og Meg­han hafa legið undir gagn­rýni fyrir að mæta ekki í minningar­at­höfn Filippusar prins, en það hefur andað köldu á milli her­toga­hjónanna og bresku konungs­fjöl­skyldunnar síðustu ár.