Her­toga­hjónin Harry og Meg­han eiga brátt von á stúlku­barni og hafa þegar gefið vís­bendingar um hvað stúlkan mun koma til með að heita. Peop­le greinir frá.

Eins og al­þjóð man eftir ríkti mikil leynd yfir því á sínum tíma hvaða nafn sonur þeirra, Archie litli yrði nefndur. Hið sama er uppi á teningnum nú, rétt eins og með eigin­legan fæðingar­dag stúlkunnar en hjónin hafa einungis gefið upp að stúlkan muni fæðast í sumar.

Í um­fjöllun Peop­le er rifjað upp að hjónin hafi meðal annars heim­sótt grunn­skóla­börn í breska bænum Birken­head árið 2019. Þar hafi lítil sjö ára gömul stelpa lagt til að þau myndu nefna barnið sitt „Amy“ ef það væri stelpa. Höfðu blaða­menn eftir stelpunni að Meg­han hefði svarað henni að sér hefði litist vel á nafnið.

Þá er Harry sagður hafa sýnt nafninu „Lily“ eða „Lilja“ eins og það er á ís­lensku mikinn á­huga. Spurði hann meðal annars móður Lily nokkurrar í leik­skóla sem hann og Meg­han heim­sóttu í­trekað að því hvernig nafnið væri skrifað.

Þess er einnig getið að hinn 12 ára gamli Charli­e Cook hafi spurt Meg­han að því hvað barnið ætti að heita í októ­ber 2018. Meg­han hafi gefið fátt upp en svarað blíð­lega að hún og Harry væru að fara yfir lista með nöfnum. Þá er rifjað upp að Harry hafi hrósað stúlku að nafni Harriet í há­stert fyrir nafn sitt.

Eftir and­lát prinsins Filippusar í apríl rauk nafnið „Filippa“ upp í breskum veð­bönkum. Hefur Peop­le eftir starfs­manni hjá veð­mála­síðunni Ladbrokes að nafnið sé það sem meiri­hluti Breta telji að muni verða nafn litlu stelpunnar.