Her­toga­hjónin Harry og Meg­han hafa fengið nóg af ó­væginni um­fjöllun breskra götu­blaða í sinn garð. Harry gaf út harð­orða yfir­lýsingu nú í kvöld, sagði meðal annars um­fjöllunina hafa verið sárs­auka­fulla. Parið hefur á­kveðið að lög­sækja breska götu­blaðið Mail on Sunday fyrir birtingu á bréfi her­toga­ynjunnar.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hafa bresku götu­blöðin verið dug­leg að gera sér mat úr ýmsum mis­merki­legum upp­á­komum í lífi her­toga­ynjanna. Þannig hefur parið meðal annars verið gagn­rýnt fyrir leyndar­hyggju og fjáraustur. Ljóst er að parið hefur nú fengið nóg.

Í yfir­lýsingunni kemur fram að parið hyggist leita réttar síns gagn­vart fjöl­miðla­fyrir­tækinu Associa­ted Newspapers vegna mis­notkunar á ein­ka­upp­lýsingum og brotum á höfundar­réttar­lögum sem og upp­lýsinga­lögum. Í yfir­lýsingunni segir Harry að parið hafi reynt að ná sáttum vegna málsins, án árangurs.

Umræddur fjölmiðill, Mail on Sunday, hefur ítrekað birt fréttir meðal annars af samskiptum Meghan við föður hennar, sem og notkun parsins á einkaþotu og uppbyggingu í óðalssetri þeirra.

Þá segist Harry jafn­framt hafa verið „þögult vitni þjáningu hennar of lengi. Að standa hjá og gera ekkert væri í and­stöðu við allt það sem við trúum á,“ skrifar hann.

„Sem par að þá trúum við á frelsi fjöl­miðla og hlut­lausa um­fjöllun sem byggist á sann­leika - við höfum aldrei þurft meira á á­byrgum fjöl­miðlum að halda,“ skrifar Harry.

„Því miður hefur konan mín orðið eitt að nýjustu fórnar­lömbum breskra götu­blaða sem herja á ein­stak­linga án þess að hugsa um af­leiðingarnar, í miskunnar­lausri her­ferð sem hefur farið stig­magnandi síðast­liðið ár, í gegnum með­göngu hennar og á meðan við höfum alið ný­fæddan son okkar.“

Sér sömu öflin ráðast á konuna sína og réðust á móður sína

„Það er kostnaður sem fylgir slíkum á­róðri, sér­stak­lega þegar hann er vís­vitandi falskur og ill­gjarn og þrátt fyrir að við höfum þóst vera hug­rökk - eins og svo mörg ykkar geta tengt við - að þá get ég ekki lýst því hversu sárs­auka­fullt þetta hefur verið,“ skrifar Harry.

Hann segir að parið geri sér fulla grein fyrir því hverju það muni fylgja að fara í mála­ferli sem þessi. „Þrátt fyrir að þessi að­gerð sé ekki sú örugga, er þetta sú rétta. Af því að minn versti ótti er að sagan endur­taki sig. Ég hef séð það sem gerist þegar ein­hver sem ég elska er gerður að varningi í svo miklum mæli að það er ekki komið fram við þá lengur sem al­vöru mann­eskju. Ég missti móður mína og núna horfi ég á konuna mína verða fórnar­lamb sömu afla.“

Í lokin þakkar Harry al­menningi fyrir stuðninginn. „Við kunnum virki­lega vel að meta hann. Þrátt fyrir að það líti kannski ekki þannig út, að þá þurfum við á honum að halda.“

Harry er tilfinningaríkur.
Fréttablaðið/Skjáskot