Harry Breta­prins er sagður hafa neitað að borða kvöld­verð með föður sínum, Karli Breta­konungi, og bróður sínum, Vil­hjálmi, daginn sem amma hans, Elísa­bet, dó.

Harry er sagður hafa brugðist ó­kvæða við þegar hann komst að því að Karl hefði tekið fyrir að eigin­kona hans, Meg­han, fengi að koma í Balmor­al-kastala til að syrgja með konungs­fjöl­skyldunni.

Daily Mail greinir frá þessu og segir að Karl hafi hringt í Harry og til­kynnt honum að það væri ekki „við­eig­andi“ að Meg­han kæmi með honum í kastalann. Harry er sagður hafa verið mjög ó­sáttur við föður sinn og reynt að sann­færa hann um að Meg­han fengi að koma með honum.

Það virðist ekki hafa borið neinn árangur og varð þetta til þess að Harry missti af flugi til Skot­lands – og þar með af tæki­færinu til að kveðja ömmu sína. Þegar Harry kom loks til Balmor­al neitaði hann að snæða kvöld­verð með föður sínum og bróður og yfir­gaf svæðið snemma daginn eftir.