Sjón­varps­manninum Pi­ers Morgan var ekki skemmt vegna frétta breska götu­blaðsins The Sun af því að Harry Breta­prins hefði lokað eigin bíl­hurð nú á dögunum en kappinn gerði gys að prinsinum á Twitter.

Í um­fjöllun The Sun kemur fram að prinsinn hafi nú á dögunum rofið hefð bresku konungs­fjöl­skyldunnar með því að opna eigin bíl­hurð þar sem hann var staddur í London í til­efni af Invictus leikanna. Ár er síðan að fréttir bárust af því að Meg­han Mark­le hefði gert slíkt hið sama og var henni hrósað fyrir að vera jarð­bundin í kjöl­farið.

Þá brugðust margir við á Twitter og lýstu yfir mikilli á­nægju með þrek­virki prinsins. „Ég held ég hafi aldrei séð með­lim konungs­fjöl­skyldunnar gera þetta áður. Vá!“ skrifaði einn. Pi­ers var hins­vegar ekki á þeim buxunum, enda verið dug­legur að gagn­rýna konungs­fjöl­skylduna undan­farna mánuði.

„Hversu ó­trú­legt! Svo margar hamingju­óskir til þeirra beggja,“ skrifaði sjón­varps­maðurinn á Twitter og lét fylgja með bros­kalla sem tákna lófa­tak og fimmu.