Sjónvarpsmanninum Piers Morgan var ekki skemmt vegna frétta breska götublaðsins The Sun af því að Harry Bretaprins hefði lokað eigin bílhurð nú á dögunum en kappinn gerði gys að prinsinum á Twitter.
Í umfjöllun The Sun kemur fram að prinsinn hafi nú á dögunum rofið hefð bresku konungsfjölskyldunnar með því að opna eigin bílhurð þar sem hann var staddur í London í tilefni af Invictus leikanna. Ár er síðan að fréttir bárust af því að Meghan Markle hefði gert slíkt hið sama og var henni hrósað fyrir að vera jarðbundin í kjölfarið.
Þá brugðust margir við á Twitter og lýstu yfir mikilli ánægju með þrekvirki prinsins. „Ég held ég hafi aldrei séð meðlim konungsfjölskyldunnar gera þetta áður. Vá!“ skrifaði einn. Piers var hinsvegar ekki á þeim buxunum, enda verið duglegur að gagnrýna konungsfjölskylduna undanfarna mánuði.
„Hversu ótrúlegt! Svo margar hamingjuóskir til þeirra beggja,“ skrifaði sjónvarpsmaðurinn á Twitter og lét fylgja með broskalla sem tákna lófatak og fimmu.
How amazing! So many congrats to them both. 👏👏👏🙏 https://t.co/tQ3OlTdEUQ
— Piers Morgan (@piersmorgan) September 12, 2019