Elstu vinir Harry Breta­prins eru sagðir hafa átt í miklum erjum við Meg­han Mark­le, eigin­konu prinsins og barns­móður. Þetta er full­yrt í um­fjöllun breska götu­blaðsins The Sun sem unnin er upp úr nýrri bók um prinsinn.

Bókin er eftir breska rit­höfundinn Tom Bower og nefnist því ein­falda nafni „Hefnd: Meg­han, Harry og stríðið milli Windsoranna,“ (e. Re­ven­ge: Meg­han, Harry and the war between the Windsors). Þar skrifar Bower meðal annars um tímann árið 2016, ör­skömmu eftir að heims­pressan hafði komist að því að her­toga­hjónin væru að stinga saman nefjum.

Þar er því lýst hvernig Harry bauð eitt sinn sex­tán vinum sínum frá Eton skóla í heim­sókn, á­samt kærustum þeirra og eigin­konum. Bower segir að Harry hafi ekki getað beðið eftir því að kynna vinina fyrir Meg­han og fyrir húmor þeirra.

„Hann hafði ekki gert ráð fyrir því hvernig Meg­han myndi bregðast við,“ skrifar Bower. „Brandarar þeirra, margir byggðir á kven­fyrir­litiningu og gagn­rýni á femín­isma og trans­fólk fór öfugt ofan í her­toga­ynjuna. Meg­han gagn­rýndi hvern og einn einasta vin Harry hispurs­laust fyrir brandaranna,“ full­yrðir Bower.

Hann segir að Meg­han hafi ekki látið einn einasta ó­við­eig­andi brandara ó­á­talinn. Vinirnir eru sagðir hafa verið lítt hrifnir af gagn­rýni her­toga­ynjunnar.

„Hún eyði­lagði partýið. Hún var ekki með neinn húmor og eftir að partýinu lauk voru send SMS skeyti manna á milli þar sem því var meðal annars lýst að Harry hlyti að vera klikkaður að vilja vera með henni.“