Lífið

Harry hringdi í gamla kærustu fyrir brúðkaupið

„Af hverju hún en ekki ég?“ Fyrrum kærasta Harry prins hágrét í brúðkaupinu hans.

Harry prins bauð æskuástinni sinni í brúðkaup sitt og Meghan Markle. Chelsy Davy og hann voru par í rúm sjö ár og eru enn nánir vinir. Fréttablaðið/Getty

Brúðkaup Meghan og Harry prins var óvenjulegt fyrir margar sakir. Sú staðreynd að á gestalistanum voru tvær fyrrverandi kærustur prinsins þykir óvenjuleg. Harry bauð þeim Chelsy Davy og Cressidu Bonas í brúðkaupið sitt en ekki til kvöldveislunnar sem hann og Meghan héldu síðar um kvöldið.

Hin 32 ára Chelsy Davy var æskuást prinsins en samkvæmt heimildarmönnum Daily Mail kom boðið í brúðkaupið henni í opna skjöldu og varð tilefni til tilfinningaþrungins samtals þeirra á milli. Símtalið var lokauppgjör og tók svo á Chelsy að hún hætti næstum við að mæta. Hún furðaði sig á því að hafa ekki verið boðin til kvöldveislunnar en lofaði Harry að gerast ekki boðflenna.

Chelsy Davy fyrrum kærasta prinsins var létt í skapi þegar hún gekk til kirkjunnar þar sem æskuást hennar var að ganga í hjónaband. Fréttablaðið/Getty
Það tók verulega á Chelsy að sjá Harry giftast Meghan líkt og sjá má á myndinni. „Þetta hefði getað verið ég“- táraflóðið fór ekki fram hjá einbeittum ljósmyndurum sem kepptust við að ná myndum af henni í athöfninni. Fréttablaðið/AFP

„Þetta hefði getað verið ég“

Það fór ekki fram hjá nokkrum manni að tilfinningarnar báru Chelsy ofurliði þegar æskuástin hennar játaðist annarri konu. Tárvot fylgdist hún með því þegar Harry og Meghan settu upp hringana.

Chelsy hefur ekki tjáð sig opinberlega um það hvort að tárin voru vegna eftirsjá eða feginleika yfir því að hafa sloppið lifandi frá bresku konungsfjölskyldunni.

Ótemja frá Afríku

Chelsy Davy er fædd og uppalin í Zimbabwe en faðir hennar er stærsti landeigandi þar í landi og vellauðugur. Ástarsamband hennar og prinsins hófst árið 2003 og ári síðar var komin nokkur alvara í það.

Hún þótti nokkuð villt og óhefluð og var samband hennar og Harrys nokkuð stormasamt. Skötuhjúin stunduðu skemmtanalífið af miklum krafti og þótti hirðinni nóg um. Prinsinn bauð henni með sér við ýmis tækifæri og var ófeimin við að sjást með henni og þau voru iðulega mynduð bak og fyrir.

Harry prins gekk að eiga Meghan Markle laugardaginn 19 maí, tvær fyrrverandi kærustur hans voru gestir í brúðkaupinu. Fréttablaðið/Getty

Engin trúlofun

En prinsinn dró henni ekki hring á fingur, sambandi þeirra lauk formlega árið 2010, en vinskapur þeirra hefur haldist síðan. Ári eftir sambandsslitin fóru þær sögur á kreik að þau væru að draga sig aftur saman en Harry vísaði því alfarið á bug.

Hann fór síðar í samband með fyrirsætunni og leikkonunni Cressidu Bonas en hún er af breskum aðalsættum. Það ástarsamband stóð í tvö ár eða frá 2012 -2014 og lauk að beggja sögn á vinalegum nótum.

Aðspurður sagði Harry að Meghan hefði samþykkt það að fyrrverandi kærustunum yrði boðið í brúðkaupið.

Skötuhjúin voru dugleg að skemmta sér og þótti hirðinni nóg um á tímabili. Fréttablaðið/Getty
Gamla kærastan fylgdi Harry víða, hér voru þau saman á polo móti en þau höfðu bæði gaman af þeirri íþrótt. Fréttablaðið/Getty
Samband Chelsy og prinsins var stormasamt, það entist í sjö ár og lauk formlega árið 2010. Fréttablaðið/Getty
Chelsy skælbrosandi á leið í útskrift Harrys þegar hann lauk námi frá konunglegum herskóla. Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Biður Harry um að hætta við brúðkaupið

Lífið

Meghan vildi skilja

Lífið

​ Skilnaðarbarnið Meghan Markle

Auglýsing

Nýjast

Fræga fólkið í dag og fyrir tíu árum

Ís­lendingar rasandi á Twitter eftir Kast­ljós í gær

Litlu upp­lifanirnar gefi lífinu mesta gildið

Vegan Jambalaya Huldu B. Waage

Á­hrifa­valdur segist ekki hafa ætlað að blekkja neinn

Sverrir klippti hnakka í Bird Box stíl

Auglýsing