Harry prins var í herklæðum á meðan hann stóð vaktina yfir kistu ömmu sinnar, Elísabetu Bretlandsdrottningu, í Westminster Hall í kvöld.

Harry var sviptur öllum titlum og mátti ekki klæðast herklæðum eftir að hann og eiginkona hans, hertogynjan af Suessex Meghan Markle, sögðu af sér öllum konunglegum skyldum.

Í dag stóðu barnabörn Drottningarinnar hina svo kölluðu vakt prinsanna við kistuna í fimmtán mínútur. Að beiðni Karls Konungs III fékk Harry að vera í herklæðum í fyrsta sinn í rúm tvö ár.

Vakt prinsanna er hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann frá því þegar Georg fimmti, lang­afi Karls þriðja, lést árið 1936. Við það til­efni stóðu prinsarnir Ját­varður áttundi, Albert prins, Hin­rik prins og Georg prins vörð við lík­kistu föður síns í Westminster Hall.

Fréttablaðið/Getty