Meghan Markle og Harry Hretaprins hafa búið saman í rúmlega ár núna en Meghan tjáði sig nýlega um eina venju Harry á heimili þeirra sem kom henni hve mest á óvart. Harry finnst gott að slökkva ljósin í húsi þeirra en þessa venju fékk hann í arf frá föður sínum, Karli Bretaprins, sem vill spara orku og vernda umhverfið.

Ummælin lét Meghan hafa eftir sér í nýrri og glæsilegri heimildarmynd um Karl Bretaprins, sem heitir Prince, Son and Heir: Charles at 70. Var þar farið yfir lífshlaup Karls Bretaprins sem varð sjötugur nú á dögunum.

Að sögn Meghan er Harry gjarn á að slökkva öll ljós sem hann getur í húsi þeirra, meira að segja þegar dimmt er. Lýsti prinsinn því þegar hún áttaði sig á þessari venju hans í fyrsta sinn „Af hverju ertu að slökkva ljósin?, svona brást hún við fyrst þegar ég gerði þetta. Við þurfum bara eitt ljós, ekki sex!“