Lífið

Harry er alltaf að slökkva ljósin

Meghan Markle og Harry Bretaprins voru í afar skemmtilegu viðtali nú á dögunum þar sem þau ræddu meðal annars venju sem Harry lærði af föður sínum.

Harry og Meghan eru alltaf jafn glæsileg. Fréttablaðið/Skjáskot

Meghan Markle og Harry Hretaprins hafa búið saman í rúmlega ár núna en Meghan tjáði sig nýlega um eina venju Harry á heimili þeirra sem kom henni hve mest á óvart. Harry finnst gott að slökkva ljósin í húsi þeirra en þessa venju fékk hann í arf frá föður sínum, Karli Bretaprins, sem vill spara orku og vernda umhverfið.

Ummælin lét Meghan hafa eftir sér í nýrri og glæsilegri heimildarmynd um Karl Bretaprins, sem heitir Prince, Son and Heir: Charles at 70. Var þar farið yfir lífshlaup Karls Bretaprins sem varð sjötugur nú á dögunum.

Að sögn Meghan er Harry gjarn á að slökkva öll ljós sem hann getur í húsi þeirra, meira að segja þegar dimmt er. Lýsti prinsinn því þegar hún áttaði sig á þessari venju hans í fyrsta sinn „Af hverju ertu að slökkva ljósin?, svona brást hún við fyrst þegar ég gerði þetta. Við þurfum bara eitt ljós, ekki sex!“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Skyggnst á bak við tjöldin í Ófærð

Lífið

Þýddi Hnotubrjótinn úr fornþýsku

Lífið

Penny Marshall látin 75 ára að aldri

Auglýsing

Nýjast

Jóla­hryllings­fjöl­skyldan snýr aftur

Eins og fætur toga – líka fyrir golfara

Bóka­­dómur: Ómót­­stæði­­legur stíl­g­aldur

Kalla inn jólin með ýmsum perlum tón­bók­menntanna

Á­fengi hjálpar manni að tala er­lend tungu­mál

Fegurðar­sam­keppni bóka er tíma­skekkja

Auglýsing