Harry var gráti næst eftir að hann og Meg­han Mark­le þurftu að þola lítils­virðandi hegðun konungs­fjöl­skyldunnar í þeirra garð á meðan þau tóku þátt í sinni síðustu at­höfn sem með­limir konungs­fjöl­skyldunnar.

Breska götu­blaðið Mirror full­yrðir þetta og vísar til upp­færðrar bókarinnar Batt­le of Brot­hers eftir sagn­fræðinginn Robert Lacey. Ræðir Lacey þar Sam­veldis­daginn svo­kallaða sem haldinn var í mars 2020.

Harry var dauðfúll. Lacey segir hann hafa verið korter í að gráta.
Fréttablaðið/Getty

„Á meðan guðs­þjónustunni stóð var Meg­han skæl­brosandi en eftir því sem á leið at­höfnina varð fýlu­svipur Harry aug­ljósari,“ segir Lacey. Hann segir að vitni hafi full­yrt að prinsinn hafi verið gráti næst.

„Sam­kvæmt vitni var aug­ljóst að stöðugt blikk prinsins bæri merki þess að hann væri að halda aftur tárunum,“ skrifar höfundurinn.