Hinn 49 ára gamli Chris Har­ri­son, sem hefur verið stjórnandi raun­veru­leika­þáttanna The Bachelor frá því að þættirnir hófu fyrst göngu sína árið 2002, mun ekki snúa aftur fyrir sau­tjándu þátta­röð Bachelorette, en ABC og Warner Brot­hers greindu frá á­kvörðuninni í gær.

Að því er kemur fram í frétt US We­ekly munu fyrrum pipar­meyjurnar Tayshia Adams og Kait­lyn Bristowe koma í stað Har­ri­son í næstu þátta­röð en að sögn ABC og Warner Brot­hers er þar einnig skref tekið til að auka fjöl­breyti­leika í þáttunum.

Viðurkenndi að hafa orðið uppvís að fávisku

Har­ri­son til­kynnti sjálfur í síðasta mánuði að hann kæmi til með að stíga til hliðar vegna um­mæla sem hann hafði látið falla í við­tali við fyrr­verandi kepp­enda þáttanna, Rachel Lindsay, og sneru að meintum ras­isma kepp­enda nýjustu þátta­raðarinnar, Rachel Kirkconnell.

Í stað þess að gagn­rýna keppandann kom Har­ri­son henni til varnar. Sagði Har­ri­son að „woke herinn“ yrði að gæta sín á al­netinu og finna til sam­kenndar með Kirkconnell, í stað þess að gagn­rýna hana. Hann viður­kenndi í til­kynningu síðar að hann hefði verið upp­vís að fá­visku, sem væri skað­leg.

Á­kveðið var að Emmanuel Acho myndi taka við af Har­ri­son sem stjórnandi fyrir Bachelor: After the Final Rose þáttinn sem sýndur verður í næstu viku þar sem rætt verður við pipar­sveininn Matt James.