Lífið

Harð­kjarninn sáttur við skekkta Qu­een-myndina

Óli Gneisti og Ragn­heiður Gunnars­dóttir eru meðal allra ein­lægustu Qu­een-að­dá­endum landsins. Bæði treysta þau sér til þess að mæla með kvik­myndinni Bohemian R­haps­o­dy þrátt fyrir skakka tíma­línu og stað­reynda­rugling.

Ragnheiður þolir alla jafnan illa að minni spámenn reyni að stæla Freddie hennar Mercury en finnst Rami Malek frábært í hlutverki söngvarans. Fréttablaðið/Samsett

Gagnrýnendur eru ekki á einu máli um gæði Queen-myndarinnar Bohemian Rhapsody. Álit einlægra aðdáenda hljómsveitarinnar vegur vitaskuld þyngra. Óli Gneisti og Ragnheiður Gunnarsdóttir eru í hópi allra hörðustu aðdáenda hljómsveitarinnar á Íslandi og þau treysta sér hiklaust til þess að mæla með myndinni þrátt fyrir ákveðna galla.

„Ég er sátt við myndina, þrátt fyrir að það sé ýmsu breytt og tímalínan ekki alveg rétt. Mér finnst hún frábær skemmtun, tónlistin auðvitað æðisleg og svo eru leikararnir frábærir sem meðlimir Queen,“ segir Ragnheiður sem sá myndina á forsýningu og ætlar aftur.

Sjá einnig: Queen er leiðinleg hljómsveit sem ekkert varið er í

„Hún er góð en með þeim fyrirvara að þetta er Hollywood ævisaga. Ég mæli alveg með henni,“ segir Óli Gneisti sem er hafsjór af fróðleik um sögu hljómsveitarinnar. „Síðan ætti einhver bókaútgáfan að láta mig skrifa raunverulega sögu Queen.“

„Myndin var í gríðarlega ruglaðri tímaröð, stundum alveg að óþörfu,“ heldur Óli áfram. „Live Aid verður hér dramatískur hápunktur í lífi Freddie en svoleiðis var það bara ekki þótt þetta hafi þó vissulega hvatt hljómsveitina til að halda áfram. Queen hætti aldrei og voru bara búnir að vera í fríi í um tvo mánuði fyrir Live Aid. Roger og Brian voru báðir búnir að vera í sólóstandi á undan honum. Hann eyddi líka bara frítíma sínum í upptökur á sólóplötunni þegar hann var ekki upptekinn með Queen.“

Skautað í kringum kynhneigð Mercurys

„Ég var búin að heyra að það væri lítið komið inn á kynhneigð Freddie í myndinni og það kom mér því á óvart hversu mikið var komið inn á hana,“ segir Ragnheiður og Óli hefur ýmislegt um þennan þátt ævisögu söngvarans að segja.

„Í myndinni er ýjað að því, sem margir aðdáendur hafa lengi sagt, að lagið Bohemian Rhapsody fjalli um það hvernig Mercury sætti sig að lokum við kynhneigð sína,“ segir Óli. „Að hann hafi sumsé drepið manninn sem hann var, manninn sem mamma hans vildi að hann yrði, manninn sem myndi giftast einhverju góðri konu og eignast fjölskyldu.“

Óli segir myndina hlaða undir þá skoðun Mary, stóru ástarinnar í lífi söngvarans, að hann „væri samkynhneigður en ekki tvíkynhneigður eins og hann hélt fram. Ég held að það sé of mikil einföldun. Freddie var augljóslega miklu meira í þá átt en það eru fleiri sem benda á tvíkynhneigð. Þetta er bara tvíhyggja, annað hvort eða.“

Rami Malek er frábær Freddie

„Ég hef alltaf verið viðkvæm fyrir því ef einhver er að syngja Queen lög eða reyna að leika Freddie, því það getur það bara enginn,“ segir Ragnheiður með áhersluþunga. „En Rami Malek kom mér skemmtilega á óvart og mér finnst hann frábær í hlutverkinu. Ég mæli með myndinni fyrir alla, líka dygga aðdáendur. En passið ykkur á að falla ekki í þá gryfju að vilja hafa allt nákvæmlega eins og það gerðist. Þá njótið þið ekki myndarinnar.“

Sjá einnig: Fáðu gæsahúð yfir Malek í hlutverki Freddie Mercury

„Samband Freddie við hljómsveitina, sérstaklega John Deacon, er undarlegt í myndinni. Freddie er látinn tala niður til John en í raun var samband þeirra náið. Þeir voru báðir „nýir“ í hljómsveitinni á meðan Brian og Roger höfðu þekkst og spilað saman lengi. John var líka yngstur þannig að Freddie var „stóri bróðirinn“ í bandinu sem hvatti hann áfram. En auðvitað rifust þeir harkalega.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Qu­een er leiðin­­leg hljóm­­sveit sem ekkert varið er í

Lífið

Út­skýrir hvers vegna Cohen lék ekki Freddi­e Mercury

Lífið

Fáðu gæsahúð yfir Malek í hlutverki Freddie Mercury

Auglýsing

Nýjast

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Kominn tími á breytingar

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Auglýsing