Fasteignasalinn Hannes Steindórsson, sem skipaði fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í sveitastjórnarkosningunum á dögunum og mun sitja í bæjarstjórn, segist hafa staðið við fyrsta kosningaloforð sitt í færslu á Instagram í dag.

Hannes vísar í færslu á Facebook-síðu hans frá því í febrúar, „Ef ég kemst í bæjarstjórn þá skal ég leggja mikið á mig til að Kópavogsbúar fái Cocoa Puffs aftur,“ segir í færslunni, en morgunkornið var tekið úr hillum verslana í byrjun árs 2021.

Ætla má að Hannes sé að grínast, þó svo það sé ekki grín að Cocoa Puffs er að fara aftur í sölu. Samkvæmt tilkynningu frá Nathan og Olsen fyrr í dag segir að fyrsta sendingin sé komin til landsins.

Mynd/Skjáskot

Hér að neðan má sjá færslu Hannesar á Facebook í febrúar á þessu ári.