„Þetta er Heimir. Heimir er hjartahlýr, auðmjúkur og næstum því eins fallegur að innan eins og að utan,“ skrifar Hannes Steindórsson, fasteignasali og bæjarfulltrúi í Kópavogi, í story á Instagram í gær um vin sin og meðeiganda fasteignasölunnar Lindar, Heimi Hallgrímsson.

„Heimir leitar að konu á aldrinum 40 til 50 ára. Helst ekki með fleiri en fjögur börn því Heimi langar í eitt barn,“ skrifar hann og segir vin sinn tilbúinn til að selja tveggja sæta Porsche-bílinn sinn ef hann hittir réttu konuna.

Ætla má að um sakleysislegt grín sé að ræða en hann virðist þó hafa einhverjar áhyggjur af makaleysi vinar síns.

Þá bendir Hannes áhugasömum á að senda sér póst á netfangið hannes@fastlind.is

Skjáskot af story-svæði Hannesar á Instagram.
Mynd/Skjáskot