Leikarinn Hannes Óli Ágústs­son átti stór­kost­lega inn­komu í Euro­vision í kvöld þegar hann kynnti stig Ís­lands í at­kvæða­greiðslunni.

Eins og frægt er orðið fór hann með hlut­verk Olaf Yohans­son í Euro­vision-myndinni, The Story of Fire Saga.

Hannes Óli krafðist þess að sjálf­sögðu að lagið Ya Ya Ding Dong, sem sló ræki­lega í gegn í myndinni, yrði spilað í kvöld. Og þegar hann var loks beðinn um að til­kynna hvaða lag fengi 12 stig sagði hann að sjálf­sögðu Ya Ya Ding Dong.

Ó­hætt er að segja að inn­koma hans hafi vakið at­hygli á Twitter þar sem hann er að öðrum ó­löstuðum maður kvöldsins: