Hannes Hólm­steinn Gissurar­son, stjórn­mála­fræði­prófessor, gefur lítið fyrir birtingar­mynd Margaret Thatcher, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Bret­lands, í sjón­varps­þáttunum Crown.

Þetta kemur fram í Face­book færslu hjá Hannesi þar sem hann deilir um­fjöllun banda­ríska miðilsins Wall Street Journal um túlkun þátta­stjórn­enda á for­sætis­ráð­herranum. Færsluna skrifar Hannes á ensku og tekur fram að hann hafi bæði hitt og talað við Thatcher, nokkrum sinnum.

Líkt og flestir lík­legast vita fer Gilli­an Ander­son með hlut­verk for­sætis­ráð­herrans í fjórðu seríu af Crown. Þættirnir eru heims­frægir, fjalla um lífs­hlaup Elísa­betar Bret­lands­drottningar og konungs­fjöl­skylduna en nýjasta serían virðist ætla að verða sú vin­sælasta hingað til.

„Fyrir þá sem hafa hitt og talað við frú Thatcher, eins og ég gerði nokkrum sinnum, og þá sem eru kunnugir arf­leifð hennar, að þá bjóða sjón­varps­þættirnir The Crown upp á grunna og ó­dýra skrípa­mynd,“ skrifar Hannes.

„Það er rétt að Richard III lifði ekki af Shakespeare. En frú Thatcher mun lifa af hand­rits­höfunda The Crown: Þeir eru enginn Shakespeare.“

For those who met and talked to Mrs. Thatcher, as I did several times, and who are familiar with her real legacy, the...

Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on Sunday, 22 November 2020