Ástralski uppi­standarinn og Emmy-verð­launa­hafinn Hannah Gads­by mun snúa aftur til Ís­lands og flytja sýninguna Body of Work í Há­skóla­bíói í janúar 2022.

Hannah birti mynd­bands­brot á Twitter-síðu sinni í gær þar sem hún segist hlakka mikið til að koma aftur til Ís­lands en hún kom síðast fram hér á landi árið 2019 þegar hún flutti uppi­stands­sýninguna Dou­glas í Hörpu.

Í mynd­bandinu sést Hannah spila á flygil hjá Skóga­fossi og skrifar hún undir:

„Ég skemmti mér frá­bær­lega þegar ég kom með síðustu sýninguna mína til Reykja­víkur. Svo töfrandi staður sem þið búið á.“

Hannah sló í gegn árið 2018 með uppi­stands­myndinni Nanette á Net­flix sem hún hlaut bæði Emmy og Pea­bo­dy verð­laun.