Lífið

Hanna Rún bjó til bleika glimmer­bindi Berg­þórs

Bindið sem Bergþór Pálsson dansaði með í síðasta þætti af Allir geta dansað hefur vakið verðskuldaða athygli. Hanna Rún, dansfélagi hans, dundaði sér að gera bindið á einni kvöldstund. Þetta er ekki fyrsta flíkin sem hún gerir sem slær í gegn.

Dansparið var glæsilegt á sunnudag. Geislaði á sviðinu, vel skreytt. Mynd: Atli Björgvinsson

Fatnaður þeirra Hönnu Rúnar Bazev Óladóttur og Bergþórs Pálssonar í síðasta þætti Allir geta dansað sló í gegn svo eftir var tekið. Hanna var í sérsaumuðum svörtum kjól sem virtist minnka eftir því sem leið á dansinn. Fatnaður Bergþórs, þó aðallega bleikt glimmerbindi, vakti mesta athygli og jafnvel Selma Björnsdóttir, einn af dómurum þáttarins, sagðist vilja eignast bindið.

Þá voru fjölmörg ummæli látin falla um glimmerbindið á samfélagsmiðlum. „Það voru margir að tala um þetta blessaða bindi og ég var ánægð að heyra það. Það eru ekki allir sem vilja kannski eiga svona bindi en það fer allt fallegt Bergþóri vel,“ segir Hanna sem var nýbúin að klára hátt í fjögurra tíma æfingu fyrir næsta þátt.

„Mér finnst búningar skipta máli og ég legg mikið upp úr þeim. Þegar við dönsuðum Cha cha cha þá steinaði ég vesti sem Bergþór var í og gerði skó í stíl.

Við dönsuðum Tangó í síðasta þætti þar sem venjan er að vera í svörtu og rauðu. Ég ákvað að vera aðeins öðruvísi með þessum bleika tón. Mamma mín var í Þýskalandi og keypti rósirnar sem ég var með á öxlinni. Hún ætlaði að hafa þær úti í garði hjá sér en ég fékk að taka þær og steinaði þær. Þá vantaði mig bindi svo ég spurði pabba og og hann fann eitt sem hann gaf mér sem ég steinaði.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hanna Rún lætur til sín taka í fatasaum en Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði saumað brúðarkjól fyrir vinkonu sína og varið 300 klukkustundum í þá vinnu. Þá hefur hún saumað kjóla á sig sem hún hefur keppt í.

Hún var þó aðeins skemur að föndra bindið því hún segir það aðeins hafa tekið sig eina kvöldstund. Hún viðurkennir að hún hafi gleymt að telja steinana sem fóru í bindið en þeir voru þó nokkrir. Allir handlímdir, hver einn og einasti.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Cardi B sendir frá sér ASMR myndband

Lífið

20 ár frá útgáfu Baby One More Time

Lífið

Drake slær 54 ára gamalt met Bítlanna

Auglýsing

Nýjast

Olgeir bað Sigríðar í 4750 metra hæð

Börn eru indælli en fullorðna fólkið

Drottningin í öllu sínu veldi

Snillingar í að kjósa hvert annað

Doktor.is í samstarf við Fréttablaðið

Gleðin í fyrirrúmi

Auglýsing