Á morgun, 13. apríl, verða liðnir þrír mánuðir frá því að græddir voru tveir hand­leggir á Guð­mund Felix Grétars­son en að hans sögn lítur allt þokka­lega vel út þremur mánuðum síðar.

Guð­mundur greinir frá því á Face­book síðu sinni að í til­efni dagsins hafi hann farið í þriggja mánaða skoðun á spítala í Lyon í dag þar sem hann hitti skurð­lækninn Aram Gazarian og fékk frönsk sjón­varps­stöð að fylgjast með ferlinu.

Á spítalanum var Guð­mundur meðal annars sendur í röntgen og voru sýni voru tekin úr höndunum. „Allt lítur enn mjög vel út fyrir utan svepp í húðinni og að hand­leggirnir hafa tvö­faldast í stærð vegna bjúgs. Ég er ekki svona stæltur,“ skrifar Guð­mundur léttur í bragði í færslunni.

Fyrir viku síðan var Guð­mundur endan­lega út­skrifaður á spítala og tekur við hjá honum langt endur­hæfingar­ferli. Engan bil­bug er að finna á honum og heldur hann fylgj­endum sínum vel upp­lýstum á sam­fé­lags­miðlum.

Tomorrow, April 13th, there will be three months since my #operation . Today I alongside my #beautiful #wife started my...

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Mánudagur, 12. apríl 2021