Lífið

Hamilton brunar um ís­lenska há­lendið

Breski kappakstursmaðurinn Lewis Hamilton stoppaði stutt við á Íslandi, en tók sig þó tíma til að spreyta sig í íslenskri torfæru.

Íslandsvinurinn Hamilton keyrir fyrir Mercedes Benz í Formúlu-1 kappaksturskeppninni. Nordic Photos/ Getty

Kappaksturmaðurinn knái Lewis Hamilton spreytti sig á íslenskri torfæru á meðan hann dvaldi hér á landi í vikunni. Hann birti myndband af sér að bruna á torfærubíl á íslenska hálendinu á Twitter-síðu sinni. Hann segist „100 prósent“ ætla að koma aftur og hrósar íslensku náttúrunni fyrir fegurð sína.

Fréttablaðið greindi fyrst frá því í fyrradag að Hamilton væri á landinu, en hann lenti á Keflavíkurflugvölli í einkaþottu sinni á þriðjudagskvöld.

Hann birti mynd af hótelherbergi sínu þar sem hann fylgdist með leik Englands og Króatíu á heimsmeistaramóti karla í fótbolta, en Englendingar töpuðu leiknum í framlengingu.

Hamilton er væntanlega ekki sáttur með úrslit landsleiksins.

Hamilton hannaði nýlega fatalínu fyrir bandaríska fataframleiðandann Tommy Hilfiger. Fatalínan samanstendur m.a. af nærfötum, skóm, fylgihlutum og fatnaði, og kynnir Hamilton fatalínuna óspart á samfélagsmiðlum sínum.

Ökuþórinn komst í fjölmiðla erlendis í síðustu viku fyrir orðaskipta milli hans og finnska kappakstursmannsins Kimi Raikkonen. Hamilton sagði Raikkonen hafa keyrt viljandi á sig í bresku Grand Prix keppninni, til að greiða fyrir liðsfélaga sinn hjá Ferrari, Sebastian Vettel. Hamilton keyrir sjálfur fyrir Mercedes Benz.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Vonandi bakar Bjarni fyrir Bo

Lífið

Sex kvik­myndir í bí­gerð um fót­bolta­drengina

Lífið

Varúð - hætta á ástarsorg

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Síðustu heiðar­legu Skálmaldar­tón­leikar ársins

Fólk

Geri ekkert sem ég vil ekki gera

Lífið

Margaret Atwood stödd á Ís­landi

Lífið

Guns N' Roses í Noregi: „Áttu rosa­lega vont kvöld“

Lífið

Liam fyrir­­­gefur Noel og vill endur­lífga Oasis

Menning

Líf og fjör á sam­komu aldar­gamalla full­veldis­barna

Auglýsing