Leikarinn Mark Hamill kom Youtu­be notandanum Eric Butts til varnar eftir að Eric varð fyrir að­kasti á inter­netinu fyrir mynd­band sitt á Youtu­be þar sem hann brást við nýjustu Star Wars stiklunni með afar til­finninga­ríkum hætti, að því er fram kemur áBBC.

Mynd­band Eric má sjá hér að neðan en í mynd­bandinu horfir hann í fyrsta sinn á nýjustu stikluna úr Star Wars: Rise of Skywal­ker en stiklan kom út síðast­liðinn föstu­dag.

„Þetta fór að rúlla í mjög nei­kvæða átt,“ segir Eric í sam­tali við breska ríkis­út­varpið. „Ég var að fá alveg hræði­lega hluti senda til mín,“ segir Eric en horft hefur verið á mynd­bandið meira en 6,8 milljón sinnum og gerði fjöldi net­verja gys að Eric fyrir við­brögðin.

„Þegar ég sá tístin frá Mark Hamill þá fóru hendurnar mínar að skjálfa. Star Wars hefur verið svo mikill hluti af lífi mínu og ég grínaðist með að ég hefði farið að gráta en það var bara satt. Persónan hans hafði svo mikil áhrif á mig.“

Meðal þess sem sagt var um Eric var að hann til­heyrði „nýrri kyn­slóð karl­manna sem alls ekki væri hægt að fara á stefnu­mót með.“ Raunar tjáðu sig svo margir með nei­kvæðum hætti um mynd­band Eric að það vakti at­hygli Mark Hamill sem fer með hlut­verk Luke Skywal­ker í myndunum frægu.

„Af hverju ein­hver ætti að níða ein­hvern sem er svona ást­ríðu­fullur og greini­lega að njóta þess sem hann er að sjá, er bara ó­skiljan­legt fyrir mér,“ byrjaði Hamill á að skrifa. Næst sendi hann honum kveðju á Twitter.

„Hæ Eric, takk kær­lega fyrir að deila geggjuðum við­brögðum við stiklunni. Það var al­gjör inn­blástur að sjá þig svona glaðan og spenntan fyrir IX. Gerir það sem við gerum svo miklu meira þess virði. Allt það besta,“ ritaði leikarinn.

Eric segir í sam­tali við BBC að eftir þetta hafi hann fengið ó­trú­lega mikinn stuðning meðal net­verja. „Það var magnað hvað ég fékk mikinn stuðning í kjöl­farið, sem bætti al­gjör­lega upp fyrir tröllin.“