Hallveig Hafstað Haraldsdóttir, sálfræðinemi sem starfar hjá Hilton Reykjavík spa og Logi Pedro Stefánsson, tónlistarmaður, eiga von á sínu fyrsta barni í ágúst. Parið hefur verið saman frá því árið 2018.

Parið tilkynnti um erfingjann á samfélagsmiðlum í dag og sögðu frá því að barnið væri í maganum og að fjölskyldan stækkaði í ágúst. Færslu Loga og Hallveigar má sjá hér að neðan.

Hún er með barn í maganum, lítið ágústbarn! The newest addition to the family arrives this summer, beginning of August. 👼🏽

Posted by Logi Pedro Stefánsson on Monday, 1 March 2021

Logi á fyrir eitt barn, Bjart, með Reykjavíkurdótturinni og leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur.