Hvolpurinn Chelsea týndist í Vogum Vatnsleysuströnd síðast­liðinn laugar­dag og óskaði eig­andi hennar Viktoría Ólafs­dóttir eftir að­stoð við að hafa upp á Chelsea. „Ég held að meira en hálfur bærinn hafi tekið þátt í leitinni,“ segir Viktoría í sam­tali við Frétta­blaðið.

Chelsea slapp eftir að hafa orðið hvelft við þegar flug­eldar voru sprengdir í ná­grenni við heimilið. „Hún er bara þriggja mánaða en ég var með hana taum­lausa úti í garði akkúrat þegar það er sprengdur flug­eldur.“

Leituðu alla nóttina

Viktoría var ekki lengi að setja til­kynningu um í Face­book hóp hverfisins „Voga­síðuna“ og var fólk beðið um að hafa augun opin fyrir hvutta. „Strax byrjaði fólk að streyma út með vasa­ljósin að leita,“ segir Viktoría snortin.

Leitin stóð yfir til klukkan fjögur um nóttina en bar ekki árangur sem erfiði. Um sunnudagsmorguninn hófst leit og slógust þá enn fleiri í hópinn, þar á meðal Björgunar­sveitin Skyggnir og hunda­vaktin.

„Að lokum fannst hún Chelsea en það voru fjórir dá­sam­legir drengir hér úr Vogunum sem fundu hana,“ segir Viktoría. „Ég er svo ó­trú­lega þakk­lát öllum þeim sem hjálpuðu til við leitina og að finna þennan kær­leik og sam­hug er al­gjör­lega ó­metan­legt.“

Björgunar­sveitin Skyggnir greindir frá því í dag að eftir að leitinni var lokið hafi margir haft sam­band og óskað eftir að fá að styrkja sveitina. „Við erum inni­lega þakk­lát fyrir það.“

Sæl verið þið öll, eins og margir vita tókum við þátt í dag í að leita að hvolpinum Chelsea, margir lögðu hönd á plóg og...

Posted by Björgunarsveitin Skyggnir on Sunday, February 21, 2021