Veirufaraldurinn og hertar sóttvarnaaðgerðir hafa ítrekað komið í veg fyrir að leikstjórinn Jón Bjarki Magnússon hafi getað komið heimildarmynd sinni, Hálfur álfur, í almennar sýningar í kvikmyndahúsi.

Hann gerir enn eina tilraun til þess í dag þegar myndin verður tekin til sýninga í Bíó Paradís og er vongóður um að nú fái Hulda Jónsdóttir, ammið í veg fyrir að leikstjórinn Jón Bjarki Magnússon hafi getað komið heimildarmynd sinni, a hans, og afi, Trausti Breiðfjörð Magnússon, álfurinn hálfi, að njóta sín á hvíta tjaldinu.

„Ég lofaði gömlu hjónunum að ég myndi gera allt sem ég gæti til þess að koma þeim á hvíta tjaldið, þar sem ég hafði grun um að þau myndu sóma sér vel,“ segir Jón Bjarki.

„Eftir langan og strangan vetur, þar sem sýningum hefur ítrekað verið frestað er því virkilega gleðilegt að sjá loksins fram á að geta lent myndinni í Bíó Paradís. Nú þegar sól hækkar á lofti og bólusetningar eru komnar á fullt skrið er því um að gera að næra sálina með því að berja fulltrúa þessarar hverfandi kynslóðar augum á meðan þau syngja, tralla og þylja vísur á hvíta tjaldinu og allt þar til yfir lýkur.“

Myndin fjallar um vitavörðinn Trausta sem tengist sínum innri álfi á meðan hann undirbýr hundrað ára afmælið eða eigin jarðarför, hvort sem kemur á undan. Á sama tíma hörfar Hulda inn í heim horfinna ljóða með aðstoð stækkunarglersins síns. Þegar hann brestur í söng skipar hún honum að hætta þessum öskrum.

Jón Bjarki fylgdi afa sínum og ömmu, þeim Trausta Breiðfjörð Magnússyni og Huldu Jónsdóttur, eftir síðustu æviárin, svo úr varð hans fyrsta heimildarmynd í fullri lengd.

Hálfur Álfur er tilnefnd til Edduverðlauna sem heimildarmynd ársins og hlaut dómnefndarverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem haldin var í Bíó Paradís í haust.