Óprúttnu aðilarnir sem brutust inn á Instagram aðgang söngkonunnar Bríetar vilja fá pening frá henni í skiptum fyrir aðganginn.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í dag hefur aðgangi hennar verið stolið. Ekki er hægt að komast inn á aðganginn hennar lengur sem er horfinn af forritinu.
Mbl.is hefur eftir söngkonunni að þjófarnir segi henni að hún fái aðganginn til baka ef hún borgi þeim pening. Ekki sé um að ræða háa upphæð en Bríet segir það litlu skipta, hún fái aðganginn ekki til baka þar með.
Ljóst er að árásin á aðgang Bríetar kemur erlendis frá. Bríet er nú enn að skoða leiðir til að endurheimta aðganginn sinn og þær myndir og myndbönd sem þar er að finna.
HJÁLP !! þekkir einhvern hakkara eða mjög klárt tölvufólk sem gæti hjálpað mér að ná instagram accountinum mínum til baka!? minn var hakkaður og núna er verið að blackmaila mig
Posted by Bríet Ísis Elfar on Friday, 27 November 2020