Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og eigandi Bankastræti Club, hefur endurheimt Instagram-reikning sinn úr klóm tyrknesku hakkaranna sem hafa beint spjótum sínum að íslenskum áhrifavöldum síðustu daga. Edda Falak, áhrifavaldur og baráttukona, greinir hins vegar frá því að hún sé fórnarlamb hakkaranna.

Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá er tyrk­nesk­ur hakk­ar­a­hóp­ur á bak við netárásirnar, hópurinn segist vera sá sami og stóð að Vod­af­on­e-lek­an­um árið 2013.

Auk Birg­itt­u Líf hafa hakkararnir beint spjótum sínum að Krist­ín­u Pét­urs­dótt­ur leik­kon­u og hótað Jóni Jónssyni tónlistarmanni.

„Þeir voru að hóta að loka Instagramaðganginum okkar nema við gefum upplýsingar um viðskiptavini okkar,“ sagði Jón Þór Ágústsson, einn eigenda kynlífstækjaverslunarinnar Lovísu, við Fréttablaðið.

Kristín sagði að tölvu­þrjótarnir hefðu meðal annars reynt að fjár­kúga sam­fé­lags­miðla­stjörnurnar.